Gömlum eftir greppa sið
Ferskeytt – vísur 1, 2 og 3 óbreyttar
Gömlum eftir greppa sið,
glæddur andans loga,
fyrir kæra kvenfólkið
kveða rímur voga.
Bað mig ein með blóma krans
bjórs þegar hreyfðust vímur
láta fyrsta landnámsmanns
ljósar koma rímur.
Æfintýri í eina heild
öll hans saman draga,
lýsir helst í leturs deild
landnáms rituð saga.
Vísur: Símon Bjarnason Dalaskáld.
Kvæðamaður: Björn Friðriksson. (Jósep Húnfjörð kenndi)
Lag: Símon Dalaskáld.