Lagboði 160

Ennþá man ég aldinn garp

Stafhent – vísa 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Ennþá man ég aldinn garp
æfðan þrátt við málakarp.
Fremur talinn fastlyndur
Finnur rauði kallaður.

Um klæðaskraut sig kærði ei par
karlinn oftast búinn var
í veðurblíðu og votferðum;
vatnskápu og skinnsokkum.

Var um sveitir vel þekktur,
vann sér lof og aðhlátur.
Gæðin lífs hann greindi sín;
góðhesta og brennivín.

Sagðist vera heims um hjarn,
Húnvetninga minnsta barn.
Geta stækkað ósköp öll
aldar sinnar mesta tröll.

Hann ég enn fæ heyrt og séð
hugar skynjan einni með.
Veit ég það í engu ýkt
oft að kvað hann þessu líkt.

Vísur:  Björn Friðriksson
Kvæðamaður:  Björn Friðriksson
Stemma:  Finnur Jónsson rauði, Húnavatnssýslu.

Lagboði 161