Auðnumaður eins og þú
Stafhent – vísa 1, 2, 3 og 4 óbreyttar
Rímur af Úlfari sterka.
3. ríma, vísur 60-63
Auðnumaður eins og þú,
ætla eg varla fæðist nú,
þessum hluta heimsins í;
hnekkja bágt mér verður því.
Samt skal eg mæla þó fyrir þér,
og þínum bræðrum nokkuð hér.
Efalaust það á yður hrín,
allt sem kraftar tunga mín.
Hærukarls á hauka stig,
hafið þér bræður falsað mig,
og svikið mínum föður frá.
Fyrir það yður skulda má.
Þá best yður hjörinn bíta má,
í bardaga, það legg eg á.
Fyrir eins skuluð fetla kólf,
feigir standa bræður tólf.
Vísur: Þorlákur Guðbrandsson.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson.
Stemma: Ólafur sjóli, húnvetnskur.
Til baka -o- Lagboði 23