Lagboði 23

Svona hef ég selt þér dróg

Ferskeytt – vísa 1, 2 og 4 óbreyttar og vísa 3 hringhent

 

Hestavísur

Svona hef ég selt þér dróg,
sem ég nú skal lýsa:
vakur lifði, vakur dó
og vakur upp mun rísa.

Ég hef selt hann yngra Rauð,
er því sjaldan glaður.
Svona er að vanta veraldarauð
og vera drykkjumaður.

Harðla nett hún teygði tá,
tifaði létt um grundir.
Fallega spretti þreif hún þá,
þegar slétt var undir.

Sýnir hann öllum sömu skil,
sem að við hann reyna.
Þegar karlinn þrífur til,
þeir eru að kvarta um steina.

Vísur: Páll Ólafsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson.
Stemma: Úr Dalasýslu.

Til baka -o- Lagboði 24