Lagboði 161

Úða þakin glitrar grund

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Sólaruppkoma.

Úða þakin glitrar grund,
geisla vakin sólar.
Álftir kvaka út við sund,
endurtaka hólar.

Laugast blóma land og haf
lífsins ómar bragur.
Sviftir dróma sálum af
sólarljómi fagur.

Sólin hlýjar, roðar rein
rósar nýja feldi.
Árdags gígja hreima hrein
hljómar um skýjaveldi.

Geislum nærist grundin oft
gríma fjær er hnigin.
Eygló kær um austurloft
eldi slær á skýin.

Vísur:  Jóhann Garðar Jóhannsson.
Kvæðamaður:  Jóhann Garðar Jóhannsson.
Stemma:  Hnausa-Sveinn.
Lagboði 162