Knúði þrá um kaldan sjá
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar
Hátíðarljóð 1930 II.
Knúði þrá um kaldan sjá
knerri háum voðum.
Noregs bláu fjörðum frá
fram hjá gráum boðum.
Þar á flótta hélt um haf
Hávadróttin bjarta.
Langt var sótt, en ljósið gaf
landnámsþrótt í hjarta.
Djúpin grófu Dofrahöll,
drauma ófu nýja.
Aldin hófust Íslandsfjöll
úti í kófi skýja.
Jökla fljóðið eyjan auð
orpin glóð og hjarni,
faðminn Óðins aðli bauð
eins og móðir barni.
Liðið hrausta stýrði að strönd
stefndi í naustin skeiðum.
Svam þá laust við sjónarrönd
Sól á austurleiðum.
Vísur: Jóhannes úr Kötlum.
Kvæðamaður: Jóhann Garðar Jóhannsson.
Stemma: Úr Breiðafirði.
Lagboði 164