Lagboði 164

Grimmdar klæddi geirinn meiddi

Úrkast– vísur 1, 2, 3 og 4 eru frumhentar

 

Úlfarsrímur.  14. ríma.

Grimmdar klæddi geirinn meiddi
gram hinn fróma.
Dreyrinn blæddi, dögling reiddi
dýran skjóma.

Hjörinn stormi Héðins innu,
hræddist fjandi.
Varð að ormi, Óma kvinnu,
í smjúgandi.

Mikill ótti, mörgum þorði
mönnum halda.
Bláröndóttum spriklar sporði
spillir aldar.

Galdra ríki gaursins kraftur
gæfu auður.
Manns í líki æstist aftur
upp á hauður.

Vísur:  Árni Böðvarsson.
Kvæðamaður:  Jóhann Garðar Jóhannsson.
Stemma:  Eggert í Langey, Breiðafirði.
Lagboði 165