Út í haga einn ég geng
Út í haga einn ég geng
ekkert hug minn bindur,
leikur um minn ljóðastreng
léttur sumarvindur.
Með sínu lagi sólarljóð
syngur blessuð lóan,
þó skorti tóna í þann óð
ennþá vantar spóann.
Þakka ykkur ljúflingslag
loftsins farar góðir,
veit ég best að vera í dag
vinda og fuglabróðir.
Eg vil elska fugl og fjöll
foldarblóm sem anga,
verður þá mín ævi öll
eins og morgunganga.
Vísur: Kjartan Gíslason, Mosfelli.
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir. (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Ólafur Bjarnason, Húnavatnssýslu.