Lagboði 168

Man ég vorsins vinarorð

Ferskeytt

 

Man ég vorsins vinarorð,
vökufossaniðinn,
fjallatign og fríða storð
fagran lóukliðinn.

Man ég sumars sólskinstíð,
sefgræn engi, bala,
fjóluangan, fjallahlíð,
fegurð innstu dala.

Man ég vetrar dimman dag,
dapran, frosta-raman,
úfinn Norðra nístingslag
nöldra vikum saman.

Eins ég man hans kyrru kvöld
klakabundna voga,
norðurljósa-logatjöld
lýsa himinboga.

Vísur:  Þórleifur Jónsson frá Skálateigi.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir. (Kristín Friðriksdóttir kenndi)
Stemma:  Úr Þingeyjarsýslu.

Lagboði 169