Lagboði 170

Alla hrinda hörðum snjá

Ferskeytt – vísa 1 og 2 þráhendar og vísa 3 og 4 óbreyttar

 

Alla hrinda hörðum snjá
hjallarinda sjáum.
Falla lindir fram í sjá
fjalls af tindi háum.

Drífur særinn sína braut
svífur blær að húni,
lífið færir foldu skraut
fífill grær í túni.

Þrýtur dagur þykkna ský,
þagnar fuglaóður.
liljur vagga væran í
vöggu sinnar móður.

Sérhvað drjúpir dauðahljótt,
dylst oss máni fagur.
Stjörnur renna, nálgast nótt
nú er þrotinn dagur.

Vísur:  Hallgrímur Jónsson.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir.
Stemma:  Úr Skagafirði.

Lagboði 171