Lagboði 25

Fyrr en sundum sól er byrgð

Ferskeytt – vísa 1, 2 3 og 4 hringhendar

 

Fyrr en sundum sól er byrgð
sestu í lundinn blóma;
þá er grund í kvöldsins kyrrð
kysst af undurljóma.

Lifðu sátt og hjartahlý
hugsa fátt til kífsins;
guðdómsmáttinn elska í
æðasláttum lífsins.

Heiðurs bind þér blómasveig
blysin yndis kveiktu.
Lífsins mynda úrval eig,
öðru í vindinn feyktu.

Birtist sjóli hár og hreinn
í helgum skólafræðum.
Veldisstólinn á hann einn
uppi á sólarhæðum.

Vísur: Benedikt Einarsson, Hálsi
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson.
Stemma: Úr Breiðafirði. Kristín Jónsdóttir, Flatey

Til baka -o- Lagboði 26