Lagboði 26

Haustið líður óðum á

Ferskeytt – vísa 1, 2 3 og 4 hringhendar

 

Haustið líður óðum á
ítar blíðu sakna,
rósin fríða fölnar þá
frost og hríðar vakna.

Veðrahamur vakinn er
vindar ramir hvína.
Blómum ami og feigð að fer
fóstru lamar mína.

Napur kaldi næðir hér
Norðri baldinn öllu,
háreist alda hrín við sker
heiðar falda mjöllu.

Mína skrýða móður fer
mjallar fríða trafið,
enda líður október
út í tíðar hafið.

Vísur: Einar Þórðarson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (Hólmfríður Þorláksdóttir kenndi)
Stemma: Guðlaugur Guðmundsson, Esjubergi

Til baka -o- Lagboði 27