Lagboði 28

Í kóngahöllum kviðurnar

Stikluvik – vísur 1, 2, 3 og 4 þríhendar

 

Rímur af Gunnari á Hlíðarenda
4. ríma, vísur 6-8 og 11

Í kóngahöllum kviðurnar
kempum fram að bera
leikum öllum vænna var
af virðum snjöllum metið þar.

Eftir ljóða búinn brag
brjóstið hresstist stóra,
síðan óðu út í slag
eggja blóðugt sungu lag.

Um þeirra gæði þrótt og vörn
þagnar ekki kvæði
meðan fæðast bragarbörn
bjóða fræðin söngvagjörn.

Eins og græðis fellur flóð
flatar grundir yfir
út um flæði Ísalóð
öll mín kvæði og gleðji þjóð.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (Gunnar Guðnason á Esjubergi kenndi)
Stemma: Úr Þingeyjarsýslu. Sigurbjörn Jóhannsson á Fótaskinni.

Til baka -o- Lagboði 29