Lagboði 30

Þegar vetrar þokan grá

Ferskeytt – vísa 1, 2 3 og 4 óbreyttar

 

Þegar vetrarþokan grá
þig vill fjötra inni:
svífðu burt og sestu hjá
sumargleði þinni.

Þar var löngum lokið skjótt
lífsins öllum mæðum.
Manstu, hvað þær flýðu fljótt
fyrir hennar kvæðum?

Taktu öruggt hennar hönd,
hún mun aftur finna
þau hin sælu sólskinslönd
sumardrauma þinna.

Þar sem loftsins létti son
leið með skærum hljómi,
þar sem yndi, vor og von
vögguðu hverju blómi.

Vísur: Þorsteinn Erlingsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Skagafirði. Einar Andrésson, Bólu.

Til baka -o- Lagboði 31