Lagboði 171

Þú ert hljóður, þröstur minn

Nýhent 

 

Fyrsti maí.

Þú ert hljóður, þröstur minn,
þér eru góðar horfnar bögur;
fyrr ég óðinn þekkti þinn,
þá voru ljóðin mörg og fögur.

Hefurðu engin hljóð í dag?
Hér ég lengi feginn biði,
ef ég fengi eitthvert lag,
áður en gengi sól að viði.

Þér er lagin þögnin ein,
þú hefur blæinn haft um vangann
og horft á æginn efst af grein
allan daginn sumarlangan.

Kannske líði útferð að,
og þín bíði norðr í sænum
uppi í hlíð á hlýjum stað
hríslan fríð í dalnum grænum.

Vísur:  Þorsteinn Erlingsson.
Kvæðamaður:  Sigríður Friðriksdóttir.
Stemma:  Úr Breiðafirði.

Lagboði 172