Skúrir stækka, skinið dvín,
Skúrir stækka, skinið dvín,
skuggar hækka í bænum.
Sunna lækkar ljósin sín,
laufum fækkar grænum.
Ljóssins fengur fjörgar mál
fleira í gengur haginn,
því að strengir þiðna í sál
þegar lengir daginn.
Oft mig seiða augun blá
út í neyð og vanda.
Því ég leiðist einatt á
ástar veiði granda.
Vísur: 1. vísa Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi. 2. og 3. Karl Friðriksson.
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir
Stemma: Úr Húnavatnssýslu.