Lagboði 31

Hver vill reyna að hræra fjöll

Nýhent – vísa 1, 2, 3, og 4 frumhentar

 

Rímur af Víglundi og Ketilríði
3. ríma, vísur 1-4

Hver vill reyna að hræra fjöll,
og hjörtu þeirra sundur mola,
sem skruggu-steina og ósköp öll
eru búin við að þola?

Hver vill ræna hita frá
heiðri sól um vorsins daga,
sem lundi grænum logar á,
í loftið vill hans greinir draga?

Hver vill banna fjalli frá
fljóti rás til sjávar hvetja?
veg það fann, sem manngi má
móti neinar skorður setja.

Hver má banna blómstur tvenn
bindi saman heldar rætur,
og vaxi þannig saman senn,
sem náttúran vera lætur?

Vísur: Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson.
Stemma: Úr Borgarfirði. Höskuldur Eyjólfsson, Hofsstöðum.

Til baka -o- Lagboði 32