Lagboði 173

Golan létt í laufi þaut

Ferskeytt 

 

 

Golan létt í laufi þaut,
liljur nettar gróa,
hamraklettar, hlíð og laut
hugann metta og fróa.

Gróa vallargrösin smá
glitra um hjalla og bala.
Enn mig kallar einhver þrá
upp til fjalla og dala.

Láta gjalla létt og hátt
ljóð sem falla öngum.
Ég hef valla á því mátt
inni í fjallaþröngum.

Huldur tvinna höppin vís
hlýtt í sinnið gjarnar.
Drauma finn ég fagra dís
flétta minningarnar.

Vísur:  Þuríður Friðriksdóttir.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir.
Stemma:  Friðrik Gunnarsson, Hún.

Lagboði 174