Lagboði 175

Veikir stálið, létt við loft

Ferskeytt 

 

 

Veikir stálið, létt við loft,
leikur þjálum fæti.
Kveikir bál á urðum oft,
eykur sálar kæti.

Greitt inn auðar götur Fróns
gnístist nauðum þvitinn.
Fer ótrauða Fluga Jóns
fagurrauð á litinn.

Tauga lúðum þróttur þver
þreytu hnúðum barinn.
Fölnuð húðin orðin er
æsku skrúði farinn.

Ljósa marar lofnin fróm
láttu af svari þínu.
Hirtu ei þar að hefja dóm
hugarfari í mínu.

Vísur:  Friðrik Gunnarsson.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir.
Lag:  Friðrik Gunnarsson.

Lagboði 176