Lagboði 176

Hrímgva perlur hríslum á

Ferskeytt 

 

 

Hrímgva perlur hríslum á ,
hættir erli þráin,
haustið ferli flækist á,
frostið merlar stráin.

Sætt er vann ég sofna frá
sólblikanna vöfum.
Dýrsta fann ég drauma hjá
dauðra manna gröfum.

Leið margfarna liggur hér
ljúft ég gjarnan prísa.
Eins og stjarna í muna mér
minningarnar lýsa.

Þróttur finn ég farinn er
forðast grynningarnar.
Æðstu kynni eiga í mér
endurminningarnar.

Vísur:  Björn Friðriksson.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir.
Stemma:  Friðrik Gunnarsson.

Lagboði 177