Lagboði 177

Segl upp undin bera bát

Ferskeytt 

 

 

Segl upp undin bera bát
brims á sundi vöndu;
nú er lundin létt og kát,
leggjum undan ströndu.

Þar mun eyðast þunglyndið,
þó að freyði boðinn;
yfir breiða úthafið
ákaft skeiðar gnoðin.

Þó að freyði úfin unn,
uns að leiðin þrýtur,
samt skal greiða út seglin þunn,
sjá hvað skeiðin flýtur.

Vísur:  Sveinn Hannesson, Elivogum.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir.
Stemma:  Uppruni ókunnur.

Lagboði 178