Lagboði 179

Heims er kynning hliðatvenn,

Ferskeytt 

 

 

Heims er kynning hliðatvenn,
hérvistin er svona,
eflaust finna færri menn
fylling sinna vona.

Stopult er oft staðviðrið,
stormar sverir mæta,
margþætt gerist mótlætið,
margs því ber að gæta.

Vildarkjörin veitast fá
víst má öruggt sanna,
misjafn gjörist afli á
óskafjörum manna.

Lífsins strönd er löngum grýtt,
lamast hönd til dáða,
oft eru böndin illa knýtt,
oft úr vöndu að ráða.

Vísur:  Sveinn Hannesson, Elivogum.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir.
Stemma:  Björn Jóhannesson, Reykjavík.

Lagboði 180