Lagboði 180

Reiðar þurrka þeir ei val

Ferskeytt 

 

Rímur af Þórði hreðu.  16. ríma.

Reiðar þurrka þeir ei val
þreytuslurk þó reyni
allt fram skurka Yxnadal
upp að Lurkasteini.

Sörli meðan lagði leið
landveg neðan bestan
þeim að téða þvita reið
Þórður hreða vestan.

Hnút við stóran hafla beins,
heilsan fóru að vanda
stigu af jórum undir eins
allir þórar branda.

Er mín trú þar gramur gó
grand ei flúa mundi
illa búinn eg var þó
okkar nú við fundi.

Við skulum tveir á hólmi hér
hefja geira messu
þá ei fleiri fylgi mér     (kveðið: þó að ei fleiri)
fyrðar eiri þessu.

Vísur:  Hallgrímur Jónsson.
Kvæðamaður:  Ingibjörg Friðriksdóttir. (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma:  Lárus Erlendsson, Húnavatnssýslu.

Lagboði 181