Lagboði 33

Móðurjörð hvar maður fæðist

Langhent – vísa 1  óbreytt, vísur 2 og 3  frumbakhendar og 4 hringhent

 

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni
3. ríma, vísur 1-3 og 5

Móðurjörð hvar maður fæðist
mun hún eigi flestum kær
þar sem ljósið lífi glæðist
og lítil sköpun þroska nær?

Í fleiri lönd þó fengi drengir
forlaganna vaðið sjó
hugurinn þangað þrengist lengi
er þeirra fögur æskan bjó.

Mundi ég eigi minnast hinna
móðurjarðar tinda há
og kærra heim til kynna minna
komast hugarflugi á?

Um þína prýði að þenkja og tala
það er tíðast gleðin mín
í högum fríðu hlýrra dala
hjörð um skríður brjóstin þín.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson. (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Strandasýslu. Jón Þórðarson.

Til baka -o- Lagboði 34