Lagboði 34

Höldum gleði hátt á loft

Ferskeytt – vísa 1 og 4 hringhendar, vísa 2 óbreytt og vísa 3 víxlend og hálykluð

 

Höldum gleði hátt á loft
helst það seður gaman,
þetta skeður ekki oft
að við kveðum saman.

Meðan einhver yrkir brag
og Íslendingar skrifa
þetta gamla þjóðarlag
það skal alltaf lifa.

Falla tímans voldug verk
varla falleg baga
Snjalla ríman stuðla sterk
stendur alla daga.

Sótt ég gæti í söng og brag
sárabætur mínar
öll mín kæti á þar dag
og óskir lætur sínar.

Vísur: 1. Ýmsir tilnefndir, 2 Jón S. Bergmann, 3. Einar Benediktsson, 4. Ólína Andrésdóttir
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Hólamannalag.

Til baka -o- Lagboði 35