Lagboði 35

Enn á Ísa- góðri grund

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Til ferskeytlunnar

Enn á Ísa- góðri grund
græðist vísum kraftur,
ertu að rísa af rökkurblund
rímna dísin aftur.

Vertu á sveimi vina til,
vek þá hreimi snjalla,
láttu streyma ljós og yl
ljóðs um heima alla.

Þjóðar okkar áttu nafn
með yndisþokka fínum,
gyltra lokka listasafn
liðast í flokkum þínum.

Lítið á ég orðaval,
ef ég má þig flytja,
utar frá í Óðar sal
yndi er þá að sitja.

Vísur: Ólína Andrésdóttir.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Grímsnesinu.

Til baka -o- Lagboði 36