Lagboði 36

Ísaspöng af andans hyl

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Til ferskeytlunnar
Framhald

Ísaspöng af andans hyl
Íslands söngvar þíða,
kalt er öngvum komnum til
kvæða Lönguhlíða.

Þar er angan hátts og hljóms,
hlíðin fang þér breiðir.
En upp að vanga blaðs og blóms
brattar og strangar leiðir.

Eilífð veit um veginn þann;
völt eru skeyti hinna,
engin leit því enda fann
óðar-sveita þinna.

Á ey og bala öldufalls
áttu sali kunna.
Þú ert dala dís og fjalls,
dóttir alþýðunnar.

Vísur: Ólína Andrésdóttir.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Sveinn Jóhannesson á tólffótunum.

Til baka -o- Lagboði 37