Lifnar hagur hýrnar brá
Ferskeytt – vísur 1, 2 og 3 hringhendar, vísa 4 óbreytt
Lifnar hagur hýrnar brá
hefst nú bragagjörðin.
Ó, hve fagurt er að sjá
ofan í Skagafjörðinn.
Drangey sett í svalan mar
sífellt mettar snauða.
Báran létta leikur þar
ljóð um Grettis dauða.
Að eyrum leggur ramma raust,
ruggar seggjum alda.
Brimið heggur hlífðarlaust
hamraveggi kalda.
Lifni vonin ljúf og mild
lækkar mótgangsandinn
Ertu sál mín eitthvað skyld
öldunum við sandinn?
Vísur: Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum (1. Guðrún Þorkelsdóttir)
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson.
Stemma: Skagfirðingalag (tvísöngslag).
Til baka -o- Lagboði 38