Lagboði 38

Ég sá aldrei ögn af þér

Ferskeytt – vísur 1, 2 og 4 óbreyttar, vísa 3 hringhent

 

Til Vestur-Íslendinga

Ég sá aldrei ögn af þér,
en í gegnum bylinn
þekkti ég held ég hvar sem er
hjarta þitt og ylinn.

Þú hefur auði á unað bætt
ekki í fyrsta sinni:
Ég hef fyrri gleði grætt
og gull úr hörpu þinni.

Það er gengi og gleði mín
góðan dreng að finna.
Hlýi lengi húsin þín
hreimar strengja minna.

Vittu, að þökk frá vorri strönd,
vinurinn trúi og góði,
tekurðu alla ævi í hönd
upp með þessu ljóði.

Vísur: Þorsteinn Erlingsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Jónas á Geitaskarði (Smalalagið).

Til baka -o- Lagboði 39