Margoft þangað mörk og grund (1)
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar
Lágnætti
Margoft þangað mörk og grund
mig að fangi draga,
sem þær anga út’við Sund
eftir langa daga.
Bundinn gestur að ég er
einna best ég gleymi
meðan sest á sumri hér
sól í vesturheimi.
Ekki er margt sem foldar frið
fegur skarta lætur,
eða hjartað unir við
eins og bjartar nætur.
Kvikt er valla um sveit né sjá
svo að kalla megi;
raddir allar þagna þá,
þegar hallar degi.
Vísur: Þorsteinn Erlingsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Víða kunnugt.
Til baka -o- Lagboði 40