Lagboði 40

Sofnar lóa er löng og mjó

Ferskeytt – vísur 1, 2,  3 og 4 oddhendar

 

Lágnætti
Framhald

Sofnar lóa er löng og mjó
ljós á flóa deyja;
verður ró um víðan sjó,
vötn og skógar þegja.

Hérna brunnu blóma munn
brosin sunnu viður,
nú að grunni út í unn
er hún runnin niður.

Stjörnur háum stólum frá
stafa bláan ósinn
út’ við sjávar ystu brá
eftir dáin ljósin.

Utar bíða óttutíð
Ægis fríðu dætur,
þar sem víði sveipar síð
sól um blíðar nætur.

Vísur: Þorsteinn Erlingsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Víða kunnugt.

Til baka -o- Lagboði 41