Lagboði 1

Jurtir þíðar fara á fót

Ferskeytt – vísur 1,2 og 4 hringhendar og vísa 3 oddhent

 

Vor

Jurtir þíðar fara á fót
fagrar hlíðir gróa
árdags blíða bjarma mót
blómin fríðu glóa.

Sólin þaggar þokugrát
þerrar saggans úða
fjóla vaggar kolli kát
klædd í daggar skrúða.

Sólin háa himni á
hauðri gljáir móti
vegleg má sinn vænleik sjá
vatns í bláu fljóti.

Mörg ein fríða fjólan grær
fróns á víðu setri,
ekki bíða allar þær
eftir hríð og vetri.

Vísur: Jónas Jónasson, Torfmýri
Kvæðamaður: Björn Friðriksson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Árni Árnason gersemi

Til baka -o-Lagboði 2