Lagboði 42

Á um njólu aldinn mar

Ferskeytt – vísur 1, 2,  3 og 4 hringhendar

 

Lágnætti
Framhald

Á um njólu aldinn mar
út’ hjá póli gaman:
árdags sól og aftann þar
eiga stóla saman.

Þeim er yndi út’ um sjá
yfir lindum bláum
skýjum bindast örmum á
eða tindum háum.

Blómin væn þar svæfir sín
sumarblænum þýðum
yst í sænum eyjan mín
iðjagræn í hlíðum.

Sléttu bæði og Horni hjá
heldur Græðir anda
meðan hæðir allar á
aftanklæðum standa.

Vísur: Þorsteinn Erlingsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Vatnsdælingalag (tvísöngslag)

Til baka -o- Lagboði 43