Lagboði 44

Rændu sólu rökkur dimm

Ferskeytt – vísur 1, 2,  3 og 4 hringhendar

 

Stökur förukonunnar

Rændu sólu rökkur dimm
reynslu skóla ganga,
því mig ólu örlög grimm
undir njólu vanga.

Fyrr var hali heitbundin,
hlýju falin vona,
ein við dalamóann minn,
má ég hjala svona.

Sá, sem átti ylinn þann,
undi smátt þeim hita,
allt fór lágt, því eg og hann
aðeins máttu vita.

Heimsins blíða er söm við sig,
syrtir lýða veginn,
kaus hann Fríðu, en kvaddi mig,
köldu níði sleginn.

Vísur: Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Ásamannalag (tvísöngslag).

Til baka -o- Lagboði 45