Lagboði 46

Leó hraður hefur þá

Ferskeytt vísur 1, 2, 3 og 4 víxlhendar

 

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni
12. ríma, vísur 21-24

Leó hraður hefur þá
hjólum snúið svara:
Heillamaður hermdu frá
hvert á nú að fara?

Númi elur andsvör þá:
Ills er völ að kalla
eg vil felast ef að má
innst í dölum fjalla.

Birni hér og ljónalið
lands um slóðir harðar
betra er að búa við
en blindar þjóðir jarðar.

Slíkir fæla friðinn há
og flesta sælu níða
leitum þrælaliði frá.
Leó mælir síðan.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Hjálmar Lárusson

Til baka -o- Lagboði 47