Lagboði 47

Þig ég unga þekkti best

Ferskeytt vísa 1 framsamyrt, vísa 2 óbreytt

 

Þig ég unga þekkti best,
þig ég unga kyssti,
þig ég unga þráði mest,
þig ég unga missti.

Kært er að muna kvöldin löng,
kvöldin mánaljósa,
ævin leið í ást og söng,
elskulega Rósa.

Vísur: 1. Magnús Guðmundsson, 2. Natan Ketilsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson. (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Natan Ketilsson.

Til baka -o- Lagboði 48