Lagboði 48

Flingruð prófar fötin þröng

Gagaravilla – vísur 1 og 2 eru hringhendar (einnig kallað kliðstíma)

 

Flingruð prófar fötin þröng
fingramjóa sætan slyng.
Kring um lófa líns á spöng
lyngorms glóa jarðarþing.

Slyng er tóa að grafa göng,
glingrar spói um mýrahring,
kringum mó við hrauna hröng
hringlar snjóugt beitilyng.

Vísur: 1. Bólu-Hjálmar, 2. Jón Þorsteinsson frá Arnarvatni
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Keflavíkurlag.

Til baka -o- Lagboði 49