Lagboði 49

Bólu-Hjálmar bjó í skugga

Langhent  – vísa 1 og 2 frumþráhendar

 

Bólu-Hjálmar bjó í skugga,
böls og gremju hveljur saup;
skjól í hálmi, skarn og frugga
skáldmæringur fékk í kaup.

Bólu-Hjálmar baldinn risti
blóðgar rúnir heimskum lýð;
ól úr málmi hnýtta hristi
hjartalausri nirfils-tíð.

Vísur: Matthías Jochumsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Keflavíkurlag

Til baka -o- Lagboði 50