Lagboði 50

Að Hlíðarenda heim nú venda af þingi

Stuðlafall – vísur 1, 2, 3, 4 og 5 eru mishendar

 

Rímur af Gunnari á Hlíðarenda
11. ríma, vísur 51-55

Að Hlíðarenda heim nú venda af þingi
Gunnar fríði og flokkur manns,
fagna lýðir boði hans.

Bar Hallgerður brögnum verð í stofu,
smjör og ost þar öldin fann.
Undrast kostinn Gunnar þann.

Veit þess eigi von í eigin búi.
Spurði hvaðan hefði frú
hlotið það. En gegndi sú:

Þaðan frá sem þú mátt dável neyta,
nauðsyn kalla engin er
um búrdalla að kynna sér.

Högg á vanga hetjan stranga lysti
sprundi. Reiður þuldi þá:
Þýfi leiðu ei mötumst á.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Árnessýslu.

Til baka -o- Lagboði 51