Lagboði 51

Man ég eina af mjúku hjarta

Úrkast– vísur 1, 2, 3 og 4 eru frumhentar

 

Rímur af Jómsvíkingasögu
8. ríma, vísur 4-7

Man ég eina af mjúku hjarta
milda í orðum
ennishreina og hárabjarta
hjá mér forðum.

Hvarfla augu hýr og snör um
hvarmabólin
eins og lauguð ljósa spjörum
ljómi sólin.

Hjúpar nefið húðin hvíta
helst að ofan,
lögun hefur netta og nýta
nasastofan.

Hvít og rjóð er reflagná
með roða svinnum
eins og blóð sé brætt í snjá
á báðum kinnum.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Árnessýslu.

Til baka -o- Lagboði 52