Lagboði 52

Annað getum ekki að sinni

Skammhent– vísur 1, 2, 3 og 4 frumhendar

 

Rímur af Hænsna-Þóri
5. ríma, vísur 71-74

Annað getum ekki’ að sinni
yður nýrra sagt:
en Blund-Ketil brendan inni,
og ból í ösku lagt.

Hver nam valda verki hroða
vandlega spyr hann að;
en Þorvald og Arngrím goða
aftur Trefill kvað.

Þessir unnu verkið versta
víst í fyrri nátt.
Ei lét Gunnar á sér festa
og um það ræddi fátt.

Laufa runnar lögðust niður
lúnir þiggja ró;
Árla Gunnar bregða biður
blundi rekka þó.

Vísur: Sveinn Sölvason.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Árnessýslu

Til baka -o- Lagboði 53