Lagboði 54

Grána kampar græði á

Ferskeytt – vísur 1, 2 og  3 hringhendar

 

Rammislagur

Grána kampar græði á,
gjálpir hampa skörum,
titra glampar til og frá,
tifur skvampa í fjörum.

Ögra læt mér Agis-lið
upp úr sæti malar,
Ránar dætur dansa við
deigum fæti kjalar.

Undir bliku beitum þá
bát og strikið tökum.
Stígum vikivakann á
völtum kviku-bökum.

Vísur: Stephan G. Stephansson
Kvæðamaður: Magnús Sigurðsson, Mýrasýslu. (kenndi og kvað)
Stemma: Sigurður Jónsson úr Mýrasýslu.

Til baka -o- Lagboði 55