Lagboði 55

Utan sendar öldur sér

Ferskeytt – vísur 1, 2 og  3 hringhendar

 

Utan sendar öldur sér
áfram henda og flýta,
vilja að lendi í lófa mér
löðurhendin hvíta.

Byljir kátir kveðast á,
hvín í sátri og hjöllum.
Báruhlátrar hlakka frá
hamralátrum öllum.

Stormur þróast, reigir rá,
Rán um flóann eltir,
kólgum sjóarkletta á
köldum lófa veltir.

Vísur: Stephan G. Stephansson
Kvæðamaður: Magnús Sigurðsson. (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu

Til baka -o- Lagboði 56