Lagboði 57

Fer um jörðu feigðar-nótt

Ferskeytt – vísa 1 óbreytt, vísur 2 0g 3 hringhendar

 

Fer um jörðu feigðar-nótt,
fölnar allur gróður.
Hatri bólgin heimsins drótt
herðir dauðaróður.

Ferðum skynda skýin grá,
skekin vindum hörðum.
Byljir hrindast ólmir á
uppi í tindaskörðum.

Kaldar hærur kemba föll
kylja hlær við dranga.
Fjúki slær um freðinn völl
frostið særir vanga.

Vísur: Jón Magnússon
Kvæðamaður: Magnús Pétursson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Jón Konráðsson

Til baka -o- Lagboði 58