Lagboði 58

Hljóð á kvöldi vetrarvöld

Ferskeytt – vísa 1 oddhend, vísur 2 0g 4 hringhendar, vísa 3 óbreytt

 

Hljóð á kvöldi vetrarvöld
vefa tjöld úr snævi.
Reisa öldur faldafjöld
fram á köldum sævi.

Sumar kveður. Svell og mjöll
sveipar beðinn rósa.
Hljóðnar gleði hjartans öll,
harmar í geði frjósa. –

Úti stormur kaldur hvín,
kular inn að hjarta.
Yfir daginn dánarlín
dregur nóttin svarta.

Lindin tára tíðum þvær
tregasárin hörðu.
Margur frár, sem flaug í gær,
fallinn er nár að jörðu.

Vísur: Jón Magnússon
Kvæðamaður: Magnús Pétursson
Stemma: Úr Borgarfirði.

Til baka -o- Lagboði 59