Lagboði 59

Yfir þennan auða sand

Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Yfir þennan auða sand
einhver liggur gata;
því mun fram á ljóssins land
léttur vandi að rata.

Sofna skaltu sætt og rótt,
sorgum öllum gleyma.
Bráðum komin nú er nótt,
næði til að dreyma.

Þó að fjúki fönn í skjól,
fagnar alt sem lifir:
Hillir undir heilög jól
hæsta fjallið yfir.

Þegar aðrir yndisgnótt
út í glaumnum finna,
signir mig, þótt sortni nótt,
sólskin drauma minna.

Vísur: Jón Magnússon
Kvæðamaður: Magnús Pétursson.
Stemma: Úr Kjós.

Til baka -o- Lagboði 60