Lagboði 60

Ljóðið kveðst í dott og dá

Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Ljóðið kveðst í dott og dá;
draumar við því taka.
Nóttina líður óðum á,
augað er þreytt að vaka.

Græðir hefur gullnar brár,
glymur í vestanhroða.
Faldinn hvíta breki blár
brýtur í geislaroða.

Bjargið sverfur bára þung,
bifast storðar hjarta.
Glottir Helja, gjálpar lung
gleypir myrkrið svarta.

Þó að ógni aldan há,
aftur knorrinn réttist.
Borðið gefur annað á,
út af hinu skvettist.

Vísur: Jón Magnússon.
Kvæðamaður: Magnús Pétursson.
Stemma: Úr Borgarfirði.

Til baka -o- Lagboði 61