Lagboði 61

Þarna ertu, máni minn

Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Mánavísur

Þarna ertu, máni minn,
mildur þig að sýna,
lætur til mín ljóma inn
ljúfa geisla þína.

Hvaðan ertu kominn frá,
hvert á nú að halda?
Viltu yfir lönd og lá
ljósinu þínu tjalda?

Aldrei varstu eigingjarn,
alla jafnt þú gladdir,
unga rós og eyðihjarn
ástar geislum kvaddir.

Aldrei þáðirðu eyris laun
aðstoð fyrir veitta,
er fylgdirðu yfir fjöll og hraun
ferðamanni þreytta

Vísur: Herdís Andrésdóttir.
Kvæðamaður: Bjarni Guðmundsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu.

Til baka -o- Lagboði 62