Lagboði 62

Má ég byggja eitthvað á

Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Mánavísur
Framhald

Má ég byggja eitthvað á
unaðsljóma þínum,
hefurðu með þér heilsun frá
horfnum vinum mínum?

Geturðu ekki glatt mig neitt
geislum vonarhlýjum?
Hefurðu af því höfuð þreytt
hulið dimmum skýjum.

Þegar himinhvolfin blá
kvíslast stjörnurósum,
komdu og láttu kveikja á
kvikum norðurljósum.

Þó að bjáti eitthvað á
og ami brjósti tregi,
gleggst við þeirra gullnu brá
grilli ég lífsins vegi.

Vísur: Herdís Andrésdóttir.
Kvæðamaður: Bjarni Guðmundsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu.

Til baka -o- Lagboði 63