Eg hef fengið af því nóg
Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 og 4 óbreyttar
Ein á báti
Eg hef fengið af því nóg,
oft með sára lófa,
út á lífsins ólgusjó
ein á báti að róa.
Sjaldan hefir lognblíð lá
létt á þreyttum mundum,
það hefir gefið oftast á
og yfir gengið stundum.
Eg hef líka orðið mát
og undan látið skríða.
Enginn veit, hvað einn á bát
á við margt að stríða.
Þegar ég eygði engin lönd
og ekkert fann mér skýli,
þá hefir Drottins hjálparhönd
haldið bát á kili.
Vísur: Herdís Andrésdóttir.
Kvæðamaður: Bjarni Guðmundsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Sigurður Jónasson, Ásum.
Til baka -o- Lagboði 64